Breytingar á reglugerð um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fundi stjórnar KSÍ 29. október voru samþykktar breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.
Þessar breytingar snúa í meginatriðum að reglum um félagaskiptatímabil (félagaskiptaglugga) ár hvert.
Jafnframt hefur verið samþykkt að á árinu 2021 verði félagaskipti heimil frá 18. febrúar til 12. maí annars vegar og 29. júní til 29. júlí hins vegar.
Smellið hér til að skoða dreifibréf nr. 16, 2020, þar sem fjallað er nánar um breytingarnar.