• mið. 04. nóv. 2020
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

Markmannsnámskeiði frestað

Fræðsludeild KSÍ hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu markmannsþjálfaranámskeiði um óákveðinn tíma. Um er að ræða grunnnámskeið í markmannsþjálfun sem fyrirhugað var 20.-21. nóvember. Umrætt námskeið er að langstærstum hluta verklegt og KSÍ telur ekki ráðlagt að boða þátttakendur saman í því ástandi sem nú ríkir.

Þessi breyting hefur það í för með sér að KSÍ B Markmannsþjálfaragráða sem fyrirhugað var að hefja í desember, mun einnig færast til. Grunnnámskeið í markmannsþjálfun, ásamt KSÍ I og KSÍ II, eru undanfarar KSÍ B Markmannsþjálfaragráðunnar.

Unnið verður að því að finna þessum námskeiðum nýjar dagsetningar þegar betur árar og ástandið í þjóðfélaginu kemst aftur í nokkuð eðlilegar horfur.

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net