• þri. 03. nóv. 2020
  • Fræðsla

KSÍ I þjálfaranámskeið kennt á netinu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu mun KSÍ I þjálfaranámskeiðið vera með breyttu sniði þetta árið. Ekki er unnt að kenna það á staðnum en þess í stað verður öll bókleg kennsla á netinu, í gegnum Microsoft Teams. Verkleg kennsla mun svo fara fram þegar betur árar og unnt verður að kalla hópa saman til kennslu.

Það verður áfram boðið upp á tvær dagsetningar. Annars vegar laugardaginn 14. nóvember (skráningu lýkur laugardaginn 7. nóvember) og hins vegar laugardaginn 21. nóvember (skráningu lýkur laugardaginn 14. nóvember). Neðst í þessum pósti er að finna tvær slóðir þar sem hægt er að skrá sig á fyrrnefnd námskeið.

KSÍ hefur hafið samstarf við Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Samstarfið gerir fræðsludeild KSÍ kleift að bjóða þjálfurum upp á aðgang að Canvas kennsluforritinu. Þar munu fyrirlestrar birtast einni viku fyrir námskeið og þeir þjálfarar sem hyggjast taka námskeiðið hafa viku til að horfa á fyrirlestrana, svara spurningum og undirbúa umræðuefni sem farið verður í þegar hópurinn kemur saman á Teams.

Laugardaginn 14. nóvember mun fyrri hópurinn koma saman á Teams þar sem fókusinn verður á umræður um fyrirlestra námskeiðsins. Fylgst verður með framvindu þátttakenda í aðdraganda námskeiðsins, hverjir eru búnir að horfa á fyrirlestrana, hverjir eru búnir að svara spurningum úr fyrirlestrunum o.s.frv. Þegar hópurinn kemur saman á Teams verður eingöngu einn fyrirlestur – Forvarnir og viðbrögð við einelti.

Námskeiðsgjald er 21.000 kr.

Dagskráin er sem hér segir:

Laugardagurinn 14. nóvember/21. nóvember

kl. 9.00-9.20 Kynning á KSÍ þjálfaranámskeiðum
kl. 9.20-10.40 Knattspyrnuþjálfun barna (umræður)
kl. 10.40-11.00 Hlé
kl. 11.00-12.00 Kennslufræði og tækniþjálfun(umræður)
kl. 12.00-12.30 Hlé
kl. 12.30-14.00 Forvarnir og viðbrögð við einelti (fyrirlestur)

Skráning á KSÍ I námskeið 14. nóvember (skráningu lýkur 7. nóvember): https://forms.gle/vmnX7NTfsZriLZfu7

Skráning á KSÍ I námskeið 21. nóvember (skráningu lýkur 14. nóvember): https://forms.gle/HUEVeRx84YJu13Lm7