Fjallað um fyrsta kvenkyns dómarakvartettinn á RÚV
RÚV íþróttir birtu frétt um fyrsta íslenska dómarakvartettinn sem var eingöngu skipaður konum í íþróttaþættinum síðastliðið sunnudagskvöld. Kvartettinnn starfaði við leik Wales og Færeyja í undankeppni EM kvenna 2022 þann 22. október síðastliðinn og var þetta í fyrsta sinn sem fjórar íslenskar konur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A landsliða á erlendri grundu. Dómari leiksins verður Bríet Bragadóttir, aðstoðardómarar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdóttir, og varadómari verður Bergrós Unudóttir.
Eva Björk Benediktsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV hitti dómarateymið á Laugardalsvelli og átti gott spjall.
Smellið hér til að horfa á fréttina
Hefurðu áhuga á að gerast dómari? Hafðu þá endilega samband við KSÍ.