Undankeppni eEURO 2021 hefst í byrjun 2021
Undankeppni eEURO 2021 hefst í byrjun næsta árs og verður lokakeppnin haldin í London næsta sumar. Allar 55 aðildarþjóðir UEFA munu taka þátt í keppninni, en þetta er í annað sinn sem hún er haldin. Ítalir unnu fyrstu útgáfu keppninnar. Tilkynnt verður síðar hverjir taka þátt fyrir Íslands hönd.
Keppt verður í tíu riðlum í undankeppninni og mun hvert lið spila tvo leiki gegn öðrum liðum riðilsins, en það lið sem verður með betri samanlagðan árangur vinnur viðureignina. Sigurvegarar riðlanna tíu og sex af þeim þjóðum sem komast í gegnum umspil taka þátt í úrslitakeppninni í London í júlí 2021.
Hægt er að lesa frekar um mótið á vef UEFA: