Undirbúningur hafinn fyrir leikinn gegn Svíþjóð
Ísland hefur hafið undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Svíþjóð í undankeppni EM 2022.
Leikurinn fer fram á Gamla Ullevi í Gautaborg þriðjudaginn 27. október. Hann hefst kl. 17:30 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Liðin mættust á Laugardalsvelli 22. september síðastliðinn og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli. Elín Metta Jensen skoraði mark Íslands í þeim leik.
Þetta verður í sautjánda skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið tvo leik, tveir hafa endað með jafntefli og tólf með sigri Svíþjóðar.