Aukafundur stjórnar KSÍ - 19. október 2020
Aukafundur stjórnar KSÍ (án númers)
Mánudagur 19. október 2020 kl. 16:00 - fjarfundur í gegnum Teams
Mætt
Aðalmenn í stjórn: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Aðrir stjórnarmenn (varamenn í stjórn): Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Þóroddur Hjaltalín.
Fulltrúar landshluta: Björn Friðþjófsson (Norðurland), Tómas Þóroddsson (Suðurland), Jakob Skúlason (Vesturland) og Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland).
Fjarverandi
Jóhann K Torfason varamaður í stjórn.
Aðrir fundarmenn
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem ritaði fundargerð.
------
Dagskrá:
1. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsótta sem tekur gildi 20. október 2020.
a. Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, opnaði fundinn og reifaði málið. Guðni greindi frá erindi sem hann, fyrir hönd KSÍ, sendi heilbrigðisráðuneytinu sl. föstudag um málið og þeim svörum sem bárust frá ráðuneytinu.
b. Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar KSÍ greindi frá fundi mótanefndar sem fram fór kl. 12:00 mánudaginn 19. október og þeim sjónarmiðum sem þar komu fram.
c. Aðrir stjórnarmenn tóku til máls og viðruðu skoðanir sínar. Meðal annars var rætt um einstaka deildir og þau erindi sem KSÍ hafa borist vegna mótahalds.
d. Stjórn KSÍ samþykkti að stefna að því að halda áfram keppni í öllum deildum en þó með þeim fyrirvara að halda annan fund á morgun og staðfesta þá ákvörðun sína. Skoða þarf betur Mjólkurbikar KSÍ, keppni í yngri flokkum og eldri flokki.
e. Næsti fundur verður kl. 12:00 á morgun, þriðjudaginn 19. október.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 17:40