• mán. 19. okt. 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ - 16. október 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ (án númers).  Föstudagur 16. október 2020 kl. 15:00 - fjarfundur í gegnum Teams. 

Mætt

Aðalmenn í stjórn: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður (yfirgaf fundinn kl. 16:20), Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.

Aðrir stjórnarmenn (varamenn í stjórn): Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Þóroddur Hjaltalín.

Fulltrúar landshluta: Björn Friðþjófsson, Norðurland. Tómas Þóroddsson fulltrúi Suðurlands tók sæti á fundinum kl. 15:37.

Fjarverandi

Jóhann K Torfason varamaður í stjórn, Jakob Skúlason fulltrúi Vesturlands og Bjarni Ólafur Birkisson fulltrúi Austurlands.

Aðrir fundarmenn

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem ritaði fundargerð.

------

Dagskrá:

1. Væntanleg reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsótta.

a. Formaður KSÍ Guðni Bergsson opnaði fundinn og reifaði málið. Beðið er eftir útgáfu reglugerðarinnar annaðhvort síðar í dag eða á morgun. Í viðtölum við heilbrigiðsráðherra í dag hefur komið fram að verulegar takmarkanir séu væntanlegar á íþróttastarfi næstu 2-3 vikur.

b. Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar KSÍ reifaði málið og fór yfir vinnu nefndarinnar. Nefndin hefur fundað stíft undanfarið og haft reglulegt samráð við ÍTF.

c. Haraldur Haraldsson fór yfir sjónarmið ÍTF í málinu.

d. Aðrir stjórnarmenn tóku til máls, vöktu athygli á ólíkum sjónarmiðum og báru fram fyrirspurnir. Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar og fleiri voru til svara. KSÍ hefur nú þegar tekist að ljúka 80-90% af mótahaldi sambandins þetta tímabilið.

e. Frekari umræðu og ákörðunartöku frestað þar til reglugerð heilbrigðisráðherra verður gefin út og frekari upplýsingar liggja fyrir.

2. Önnur mál.

a. Ekkert var á dagskrá undir liðnum önnur mál.


Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 16:35.