Hópur U21 karla fyrir leiki gegn Ítalíu og Lúxemborg
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt hóp liðsins fyrir leiki gegn Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021.
Ísland mætir Ítalíu föstudaginn 9. október á Víkingsvelli og hefst leikurinn kl. 15:30. Liðið leikur síðan gegn Lúxemborg ytra þriðjudaginn 13. október og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Arnar Þór ræddi við okkur um verkefnið sem framundan er og ástæðu þess að hópurinn er þetta stór:
“Hópurinn sem við erum að velja í þetta verkefni er augljóslega töluvert stærri en venjulega. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að þeir leikmenn sem spila með liðum á Íslandi munu ekki ferðast með liðinu til Lúxemborgar í seinni leikinn vegna sóttvarnareglna á landamærum Íslands, því þeir þyrftu að fara í 5-6 daga sóttkví við heimkomuna með tilheyrandi áhrifum á mótahaldið innanlands.
Þessir leikmenn eru að spila með liðum sem eru í harðri baráttu á lokaspretti Pepsi Max deildarinnar og við viljum gefa þeim tækifæri á að taka þátt í þeirri baráttu með sínum félagsliðum. Mögulega væri hægt að leysa þetta með því að lengja mótið langt fram í nóvember en að mínu mati væri það ekki félögunum og leikmönnunum eða mótinu til heilla.
Þeir leikmenn sem koma inn í hópinn fyrir seinni leikinn eru allt strákar sem við erum mjög spenntir fyrir að fá að vinna með og við treystum þeim 100% fyrir því að klára verkefnið með sóma. Þetta eru leikmenn sem annað hvort hafa verið í hóp hjá okkur áður, verið mjög nálægt því að komast í hóp, eða þá aðeins yngri leikmenn sem hafa staðið sig vel með U17 og U19 ára liðunum okkar. Við búum einfaldlega við þann lúxus að geta valið marga mjög góða leikmenn í þetta U21 lið.”
Hópurinn
Patrik Sigurður Gunnarsson ** | Viborg FF
Elías Rafn Ólafsson ** | Fredericia
Hákon Rafn Valdimarsson * | Grótta
Jón Dagur Þorsteinsson * | AGF
Alex Þór Hauksson * | Stjarnan
Hörður Ingi Gunnarsson * | FH
Stefán Teitur Þórðarson * | ÍA
Brynjólfur Andersen Willumsson * | Breiðablik
Arnór Sigurðsson * | CSKA Moscow
Þórir Jóhann Helgason * | FH
Finnur Tómas Pálmason * | KR
Róbert Orri Þorkelsson * | Breiðablik
Valgeir Lunddal Friðriksson * | Valur
Alfons Sampsted ** | Bodö Glimt
Ari Leifsson ** | Strömgodset
Willum Þór Willumsson ** | BATE
Kolbeinn Birgir Finnsson ** | Dortmund
Sveinn Aron Guðjohnsen ** | OB
Ísak Óli Ólafsson ** | Sonderjyske
Valdimar Þór Ingimundarson ** | Strömgodset
Kolbeinn Þórðarson ** | Lommel
Ísak Bergmann Jóhannesson ** | IFK Norrköping
Andri Fannar Baldursson ** | Bologna
Axel Óskar Andrésson *** | Viking
Kristófer Ingi Kristinsson *** | PSV Eindhoven
Birkir Valur Jónsson *** | Spartak Trnava
Bjarki Steinn Bjarkason *** | Venezia
Danijel Dejan Djuric *** | FC Midtjylland
Hákon Arnar Haraldsson *** | FC Köbenhavn
Mikael Egill Ellertsson *** | SPAL
Athugið að leikmenn eru stjörnumerktir eftir því í hvaða leik/leikjum þeir taka þátt.
*bara leikur gegn Ítalíu
** leikir gegn Ítalíu og Lúxemborg
*** bara leikur gegn Lúxemborg