• fim. 01. okt. 2020
  • Agamál

Úrskurður í máli Leiknis/KB vegna leiks í 2. flokki karla

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 29. september var tekið fyrir mál vegna skýrslu frá dómara í leik Leiknis/KB og Þórs í B deild 2. flokks karla sem fram fór þann 20. september sl.

Ákvað nefndin, með vísan til ákvæða 36.1. og ákvæða 36.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, að sekta Leikni og KB samanlagt um samtals kr. 100.000 og um leið að úrskurða Leon Einar Pétursson, þjálfara Leiknis/KB í 2. flokki karla, í tveggja leikja bann. Leikbann Leons Einars Péturssonar tekur gildi við uppkvaðningu úrskurðar og bætist við þriggja leikja bann sem Leon var úrskurðaður í á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 22. september sl.

Í samræmi við grein 36.3. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót er liði Þórs úrskurðaður 0-3 sigur í leik liðsins gegn Leikni/KB í B deild Íslandsmóts 2. flokks karla þann 20. ágúst.

Úrskurðurinn