• fim. 01. okt. 2020
  • Landslið
  • COVID-19

UEFA heimilar takmarkaðan fjölda áhorfenda í októberleikjum

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur tilkynnt að takmarkaður fjöldi áhorfenda verði heimilaður á landsleikjum í október. Hámarksfjöldi áhorfenda á hverjum leik miðast við 30% af heildarsætafjölda viðkomandi leikvangs, en þó með hliðsjón af hámarksfjölda samkvæmt lögum og reglum í hverju landi, auk þess sem þessi heimild gerir ráð fyrir umfangsmiklum sóttvörnum á hverjum leikvangi samkvæmt nýútgefnum reglum UEFA (UEFA Minimum Health & Hygiene Requirements for the Return of Spectators). Ekki er gert ráð fyrir stuðningsmönnum gestaliða sérstaklega. Frekari upplýsinga er að vænta frá UEFA. 

KSÍ vinnur nú að undirbúningi leikjanna og útfærslu sóttvarnarhólfa í samræmi við fjöldatakmarkanir og verða nánari upplýsingar um miðasölu, aðgengismál, sóttvarnir og fleira gefnar út eins fljótt og mögulegt er.

Fréttatilkynning UEFA

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net