• fim. 01. okt. 2020
  • Agamál

Grótta sektuð vegna opinberra ummæla starfsmanns

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 29. september var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 21. september, í samræmi við 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu í formi ummæla sem starfsmaður/stuðningsmaður Gróttu viðhafði í útsendingu GróttuTV frá leik Gróttu og Keflavíkur, þann 18. september. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að æru og starfsheiðri dómara leiksins.

Ákvað aga- og úrskurðarnefnd að sekta knattspyrnudeild Gróttu um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla.

Úrskurðurinn