Úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks í leik Njarðvíkur og Kára
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 22. september var leikmaður Njarðvíkur, Marc Mcausland, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks í leik Njarðvíkur og Kára í 2. deild karla þann 13. september. Úrskurðaði nefndin um leikbannið með vísan til ákvæða 6.2. og 6.3 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, samkvæmt 13. gr. sömu reglugerðar.
- 6.2. Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.
- 6.3. Nefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sáu ekki í leik og brugðust því ekki við. Nefndin skal í slíkum tilfellum óska eftir athugasemdum viðkomandi aðila.
Leikbann Marc Mcausland tók gildi við uppkvaðningu úrskurðar.