• fim. 17. sep. 2020
  • Landslið
  • A kvenna

Sara Björk Gunnarsdóttir tilnefnd sem besti miðjumaður Evrópu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið tilnefnd af UEFA sem einn af þremur bestu miðjumönnum Meistaradeildar Evrópu.

Ásamt Söru Björk eru þær Dzenifer Marozsán, Lyon, og Alexandra Popp, Wolfsburg, tilnefndar í flokknum.

Val á markverði, varnarmanni, miðjumanni og sóknarmanni ársins verður tilkynnt fimmtudaginn 1. október á sama tíma og dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla í Nyon, Sviss.

Hægt er að lesa frekar um þetta á vef UEFA:

Vefur UEFA