Riðlakeppni 4. deildar karla lokið
Riðlakeppni 4. deildar karla lauk um helgina og því er ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Í A riðli var mikil spenna, en á endanum var það KFS sem endaði í efsta sæti og ÍH fylgdi þeim í úrslitakeppnina í öðru sæti, aðeins stigi á undan Ými.
Úr B riðli fara áfram Kormákur/Hvöt, í 1. sæti, og KFR, í 2. sæti, en aðeins munaði einu stigi á þeim.
Hamar og KÁ fara áfram í 8 liða úrslit úr C riðli. Hamar tryggði sér sigur í riðlinum með 34 stig, en KÁ kom á eftir með 31 stig. Stigi neðar var svo Ísbjörninn.
Kría vann D riðil örugglega og endaði þar með 36 stig. KH fylgir þeim í úrslitakeppnina, en voru sjö stigum á eftir.
8 liða úrslitin fara af stað á laugardaginn, 19. september. Tveir leikir fara fram kl. 13:00 og tveir kl. 14:00.
8 liða úrslit
KÁ - Kormákur/Hvöt á Ásvöllum kl. 13:00
KH - Hamar á Valsvelli kl. 13:00
ÍH - Kría í Skessunni kl. 14:00
KFR - KFS á SS-vellinum kl. 14:00