Mjólkurbikarinn - Dregið í beinni útsendingu á fimmtudag
Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna á fimmtudag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Drættirnir fara fram þegar leikjum Vals og HK annars vegar og Breiðablik og KR hins vegar er lokið. Leikirnir hefjast kl. 19:15. Einnig mætast FH og Stjarnan, en sá leikur hefst kl. 16:30. ÍBV hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.
Í Mjólkurbikar kvenna verða Selfoss, Breiðablik, KR og Þór/KA í pottinum.
Á fundi stjórnar KSÍ 3. september síðastliðinn var m.a. fjallað um undanúrslitaleiki í Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Mótanefnd KSÍ telur nauðsynlegt að leika undanúrslitin í ár á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós og hefur verið fundað með fulltrúum ÍTF um málilð. Að öðrum kosti getur þurft að leika um hádegisbil á virkum degi. Mótanefndin lagði til að samþykkt yrði bráðabirgðaákvæði í reglugerð sem heimilar þessa breytingu. Tillagan var samþykkt og vísaði stjórn KSÍ henni til laga- og leikreglnanefnd til úrvinnslu.