Leiðbeiningar um verðlaunaafhendingar
Í samræmi við leiðbeiningar um framkvæmd leikja og Covid-19 verður framkvæmd verðlaunaafhendinga ekki með hefðbundnum hætti. Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19. Fulltrúar KSÍ sem handleika bikar og/eða poka með verðlaunapeningum klæðast hönskum við framkvæmd verðlaunaafhendingar.
Leikir þar sem er sjónvarpssending:
- Fulltrúar KSÍ koma bikarnum og verðlaunapeningum á leikstað, og bíða leiksloka á viðeigandi stað m.t.t. sóttvarna.
- Heimalið útvegar borð undir bikar og KSÍ-poka með verðlaunapeningum, staðsett þeim megin vallarins sem hentar fyrir útsendingaraðila sjónvarps.
- Fulltrúi KSÍ sótthreinsar bikarinn þegar hann er settur á borðið.
- Einungis leikmenn og liðsstjórn taka þátt í verðlaunaafhendingu. Liðið stillir sér upp, viðeigandi bil milli manna.
- Fulltrúi KSÍ hengir ekki verðlaunapeninga um háls leikmanna og annarra fulltrúa liðsins, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja KSÍ-pokann með verðlaunapeningum á borðið og afhenda liðinu eftir bikarafhendingu.
- Fulltrúi KSÍ afhendir liðinu ekki bikarinn, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja hann á borðið. Mælst til þess að bikarinn gangi ekki á milli leikmanna/liðsstjórnar eftir afhendingu.
- Myndataka, eins og við á.
Aðrir leikir:
- Fulltrúar KSÍ koma bikarnum og verðlaunapeningum á leikstað, og bíða leiksloka á viðeigandi stað m.t.t. sóttvarna.
- Fulltrúi KSÍ sótthreinsar bikarinn.
- Einungis leikmenn og liðsstjórn taka þátt í verðlaunaafhendingu. Liðið stillir sér upp, viðeigandi bil milli manna.
- Fulltrúi KSÍ hengir ekki verðlaunapeninga um háls leikmanna og annarra fulltrúa liðsins, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja KSÍ-pokann með verðlaunapeningum á borðið og afhenda liðinu eftir bikarafhendingu.
- Fulltrúi KSÍ afhendir liðinu ekki bikarinn, heldur býður fulltrúa liðsins (fyrirliða eða öðrum) að sækja hann. Mælst til þess að bikarinn gangi ekki á milli leikmanna/liðsstjórnar eftir afhendingu.
- Myndataka, eins og við á.