Nýir dagar fyrir frestaða leiki
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur lokið við að setja nýja leikdaga á þá leiki sem var frestað dagana 31. júlí–13. ágúst vegna Covid-19.
Til að koma fyrir frestuðu leikjunum hafa orðið verulega miklar breytingar á niðurröðun leikja í öllum mótum meistaraflokka.
Helstu breytingarnar eru þær að undanúrslit og úrslitaleikir Mjólkurbikarsins hafa færst aftar ásamt því að allar deildir meistaraflokksa, nema Pepsi Max deildirnar, hafa verið færðar aftur um viku.
Viðbúið er að gera þurfi frekari breytingar í Pepsi Max deild karla vegna Evrópukeppna félagsliða, en einnig á eftir að koma fyrir þremur frestuðum leikjum í Pepsi Max deild kvenna.