Engir áhorfendur á leikjum
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra 12. ágúst þarf ÍSÍ, í samvinnu við sóttvarnalækni, að setja aðildarfélögum sínum reglur um framkvæmd æfinga og leikja.
Á upplýsingafundi almannavarna í dag, 13. ágúst, kom fram að sóttvarnalæknir mun ekki heimila áhorfendur í leikjum á næstunni. Núgildandi auglýsing ráðherra gildir til og með 27. ágúst 2020.
Fyrr í dag, 13. ágúst samþykkti stjórn KSÍ nýja reglugerð KSÍ um framkvæmd æfinga og leikja. Sú reglugerð hefur nú verið send ÍSÍ til samþykktar, en sú samþykkt er forsenda þess að æfingar og leikir í knattspyrnu geti hafist að nýju.
KSÍ mun birta reglugerðina og leiðbeiningar um framkvæmd leikja um leið og staðfesting berst frá ÍSÍ.