Íþróttir með snertingu leyfðar á ný
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra verða nálægðartakmörk í íþróttum rýmkuð þann 14. ágúst.
Því er ljóst að Íslandsmót meistaraflokka ásamt mótum 2. og 3. flokka geta farið af stað á ný.
KSÍ bíður eftir frekar upplýsingum frá yfirvöldum varðandi það hvort áhorfendur verði leyfðir á leikjum.
Í auglýsingunni segir:
Nálægðartakmörkun í íþróttum
Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.