• mán. 10. ágú. 2020
  • Fundargerðir

Aukafundur stjórnar KSÍ - 6. ágúst 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ fimmtudaginn 6. ágúst 2020 kl. 15:00 - fjarfundur í gegnum Teams

Mætt
Aðalmenn í stjórn: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Aðrir stjórnarmenn: Guðjón Bjarni Hálfdánarson (varamaður)
Landshlutafulltrúar: Jakob Skúlason (Vesturland), Björn Friðþjófsson (Norðurland), Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland).
Fjarverandi
Jóhann K Torfason (varamaður í stjórn) og Þóroddur Hjaltalín (varamaður í stjórn).
Aðrir fundarmenn
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sat fundinn og ritaði fundargerð.
------
Dagskrá:
1. Hertar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 sem tóku gildi þann 31. júlí 2020.
a. Guðni Bergsson formaður KSÍ opnaði fundinn og fór yfir nýjustu fréttir. Minnisblað frá embætti sóttvarnarlæknis barst KSÍ þann 5. ágúst og síðar sama dag sendi KSÍ erindi á heilbrigðisráðherra vegna æfinga og leikja knattspyrnuliða. Mótanefnd fundar síðar í dag og tekur ákvörðun um framhald móta og frestun leikja fyrir helgina.
b. Guðni Bergsson formaður KSÍ greindi stjórn frá fundi með félögum í Pepsi-Max deild karla og kvenna sem fram fór í hádeginu. Kl. 16:00 í dag er áætlaður fundur með félögum í Lengjudeild karla og kvenna og kl. 12:00 á morgun er áætlaður fundur með félögum í öðrum deildum.
c. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ fór yfir fréttir af vettvangi UEFA en fyrr í dag fór fram fundur UEFA með framkvæmdastjórum aðildarsambanda. Á fundinum var m.a. rætt um Evrópukeppnir félagsliða og landsliðsmál. UEFA hefur lagt til að milliriðlum U17 kvenna verði aflýst og milliriðlum U19 karla karla verði frestað til október. Þá leggur UEFA ennfremur til að öllum undankeppnum yngri landsliða sem fram áttu að fara í haust verði frestað fram yfir áramót. Í framhaldi af tillögu UEFA samþykkti stjórn KSÍ að afturkalla þátttöku U17 landsliðs karla í vináttuleikjum sem fyrirhugaðir voru í september 2020 í Póllandi.
2. Önnur mál.
a. Stjórn samþykkti að fela Laga-og leikreglnanefnd að yfirfara ákvæði í reglugerð KSÍ um „Viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19)“.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 15.45.