Aukafundur stjórnar KSÍ - 4. ágúst 2020
Aukafundur stjórnar KSÍ
Þriðjudaginn 4. águst 2020 kl. 14:00 - fjarfundur í gegnum Teams
Mætt
Aðalmenn í stjórn: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Aðrir stjórnarmenn: Guðjón Bjarni Hálfdánarson (varamaður) og Björn Friðþjófsson (landshlutafulltrúi Norðurlands).
Fjarverandi
Ásgeir Ásgeirsson (aðalmaður í stjórn), Jóhann K Torfason (varamaður í stjórn) og Þóroddur Hjaltalín (varamaður í stjórn).
Aðrir fundarmenn
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sat fundinn og ritaði fundargerð.
Þetta var gert::
- Hertar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 sem tóku gildi þann 31. júlí 2020.
- Guðni Bergsson formaður KSÍ opnaði fundinn og greindi stjórn frá fundi fulltrúa KSÍ og almannavarna sem fór fram fyrr í morgun.
- Von er á minnisblaði frá almannavörnum og sóttvarnarlækni síðar í dag. Vonir eru bundnar við að minnisblaðið svari flestum spurningum KSÍ og knattspyrnuhreyfingarinnar um mótahald og æfingar. Í kjölfar minnisblaðsins mun KSÍ skoða leiðir til lausna í samráði við sóttvarnaryfirvöld.
- Rætt um að breyta tilmælum KSÍ um Covid varúðarráðstafanir (viðauki við handbók leikja) í bindandi ákvæði.
- Ítrekað að æfingar knattspyrnuliða eru heimilar ef 2m nándarmörk séu virt og búnaðar sótthreinsaður.
- Stjórn KSÍ samþykkti að fresta leikjum í meistara- og 2. og 3. flokki karla og kvenna frá 5. ágúst til og með 7. ágúst.
- Önnur mál.
- Ekkert var á dagskrá undir liðnum önnur mál.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 14.40