• fös. 31. júl. 2020
  • Fundargerðir
  • COVID-19

Aukafundur stjórnar KSÍ - 30. júlí 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 13.30 - (fjarfundur í gegnum Teams). 

Mætt (með fjarfundarbúnaði)
Aðalmenn í stjórn:  Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Varamaður í stjórn:  Þóroddur Hjaltalín 

Fjarverandi 
Ragnhildur Skúladóttir (aðalmaður í stjórn), Guðjón Bjarni Hálfdánarson (varamaður í stjórn) og Jóhann K Torfason (varamaður í stjórn).

Aðrir fundarmenn 
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sat fundinn og ritaði fundargerð.  

Þetta var gert:

  1.  Hertar aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 sem taka gildi 31. júlí 2020.
    • Guðni Bergsson formaður KSÍ opnaði fundinn og reifaði málið.
    • Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir sjónarmið nefndarinnar varðandi næstu skref.
    • Stjórn ræddi málið í þaula.
    • Stjórn KSÍ samþykkti að leikir kvöldins fari fram samkvæmt leikjadagskrá en leikið verði án áhorfenda.   
    • Stjórn KSÍ samþykkti að fresta leikjum í meistara-og 2. flokki karla og kvenna frá 31. júlí til og með 5. ágúst.  Fyrir 5. ágúst verður staðan endurmetin í samráði við heilbrigðisyfirvöld.

  2. Önnur mál.
    • Ekkert var á dagskrá undir liðnum önnur mál.  

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 14:20.