16-liða úrslit Mjólkurbikars karla á fimmtudag og föstudag
16-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara fram á fimmtudag og föstudag - sjö leikir á fimmtudeginum og einn á föstudeginum. Dregið verður í 8-liða úrslit í beinni útsendingu í Mjólkurbikarmörkunum á Stöð 2 sem hefjast kl. 21:15 á föstudagskvöld. Leikirnir í 8-liða úrslitum fara fram í september.
Fjórir af leikjunum í 16-liða úrslitum eru í beinni útsendingu - þrír á fimmtudag og svo föstudagsleikur Vals og ÍA. Smellið hér á neðan til að skoða leikina í Mjólkurbikarnum 2020.
Alls hafa 12 félög hampað bikarmeistaratitli í meistaraflokki karla og 10 þeirra eru í 16-liða úrslitum í ár - hin félögin eru Keflavík, sem féll úr keppninni í 32-liða úrslitum, og ÍBA, sem bann bikarkeppnina árið 1969.