Tölfræði - Innbyrðis viðureignir
Breiðablik og Valur mættust í stórleik Pepsi Max deildar kvenna á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöld þar sem heimaliðið hafði betur, 4-0. En hvernig hafa innbyrðis viðureignir þessara liða í efstu deild farið síðustu árin? Tölfræðin er satt best að segja ótrúlega jöfn. Breiðablik hefur unnið 18 leiki og Valur 17, og 6 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Í þessum 41 leik hefur hvort lið um sig skorað 70 mörk.
Þessa tölfræði er hægt að skoða á vef KSÍ, með því að smella á "Mót" í aðalvalmyndinni og velja svo "Innbyrðis viðureignir" undir "Tölfræði". Smellið hér að neðan til að skoða tölfræði innbyrðis viðureigna Breiðabliks og Vals frá árinu 2000. Breytið leitarskilyrðum á einfaldan hátt til að skoða samanburð á viðureignum annarra liða.
Skoða tölfræði innbyrðis viðureigna
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net