• mið. 15. júl. 2020
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

1.028 áhorfendur að meðaltali

Á þá leiki Pepsi Max deildar karla sem fram hafa farið á yfirstandandi knattspyrnusumri hafa alls mætt 33.929 áhorfendur, eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Alls eru 8 lið af 12 í deildinni með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. 

Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535.  KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum.  Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins.  Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik.

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða tölfræðina nánar.

Skoða áhorfendatölfræði

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net