Komdu í fótbolta með Mola 2020
Útbreiðsluverkefnið "Komdu í fótbolta" heldur áfram sumarið 2020 og felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt. Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur sem fyrr umsjón með verkefninu og mun hann setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.
Komdu í fótbolta með Mola er framhald á sama verkefni frá árinu 2019, en þá fór Moli í um þrjátíu heimsóknir víðs vegar um landið, meðal annars til Súðavíkur, Raufarhafnar, Grundarfjarðar, Víkur í Mýrdal og Stöðvarfjarðar, svo nokkrir staðir séu nefndir.
Smellið hér til að lesa meira um "Komdu í fótbolta með Mola 2020"
Fyrstu heimsóknirnar verða dagana 13. og 14. júlí þegar Moli heimsækir Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn.
Smellið hér til að skoða dagskrána 2020 (dagskráin verður uppfærð jafnóðum og heimsóknir bætast við)