HM kvenna 2023 haldið í Ástralíu og á Nýja Sjálandi
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HM kvenna 2023 verður haldið í Ástralíu og á Nýja Sjálandi, en þetta var tilkynnt á fimmtudag.
Valið stóð á milli Ástralíu og Nýja Sjálands annars vegar og Kólombíu hins vegar.
Þetta verður í níunda skiptið sem HM kvenna verður haldið og í fyrsta sinn sem 32 lið munu taka þar þátt. Það er því fjölgun um átta lið síðan árið 2019, þar sem 24 lið tóku þátt.