• mið. 24. jún. 2020
  • Leyfiskerfi

Úttekt UEFA á leyfiskerfi KSÍ

UEFA framkvæmir reglulega úttektir á leyfiskerfum í aðildarlöndum sínum og var slík úttekt framkvæmd hér á landi sumarið 2019. Fjallað var um úttekt UEFA á fundi stjórnar KSÍ 18. júní síðastliðinn.

Athugasemdir UEFA í úttekt á leyfiskerfi KSÍ beindust helst að efnahagsreikningum knattspyrnudeilda félaga, sem skilað er inn árlega í leyfiskerfinu. Að mati UEFA uppfylltu þeir reikningar ekki í öllum tilvikum reikningsskilakröfur leyfisreglugerðar UEFA, þar sem eignir aðalstjórna félaga endurspeglast ekki skýrlega í reikningum knattspyrnudeilda.

Leyfisstjóri og formaður leyfisráðs unnu aðgerðaráætlun sem send var til UEFA og hefur sú áætlun verið samþykkt. Kemur UEFA til með að fylgjast grannt með framvindu aðgerða og þá sérstaklega reikningsskilum félaga sem taka þátt í Evrópukeppnum félagsliða.

Skoða fundargerð stjórnar