2240. fundur stjórnar KSÍ - 18. júní 2020
2240. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 18. júní 2020 á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli og hófst kl. 16:00.Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættur varamaður: Guðjón Bjarni Hálfdánarson.
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz, sem ritaði fundargerð.
Forföll: Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Þóroddur Hjaltalín varamaður í stjórn og Jóhann K. Torfason varamaður í stjórn
Þetta var gert:
1 Fundargerð síðasta stjórnarfundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
2 Fundargerðir nefnda og starfshópa voru lagðar fram til kynningar.
2.1 Mannvirkjanefnd 8. júní 2020
3 Skipan í embætti og nefndir
3.1 Stjórn KSÍ samþykkti skipan eftirtaldra í nefndir á vegum sambandsins fyrir starfsárið 2020-2021:
- Hildur Jóna Þorsteinsdóttir Landsliðsnefnd kvenna
- Sigurður Hlíðar Rúnarsson Unglinganefnd karla
- Sigurður Örn Jónsson U21 landsliðsnefnd karla
4 Reglugerðir og starfsreglur nefnda
4.1 Framkvæmdastjóri kynnti yfirlit yfir starfsreglur nefnda. Komin er tími á endurskoðun þeirra og var því máli komið í farveg hjá formönnum nefnda.
5 Fréttir af fundi UEFA
5.1 Farið var yfir helstu niðurstöður af fundi UEFA sem fram fór 17. júní. Flest verkefni landsliða og Evrópukeppni félagsliða hafa nú verið staðfest. Beðið er staðfestingar UEFA á leikdögum í Þjóðadeildinni.
6 Mótamál
6.1 Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins. Öll mót sambands eru byrjuð eða á byrja á næstu dögum. Heilt yfir hefur byrjunin gengið vel.
6.2 Lagt var fram minnisblað frá mótanefnd um fyrirvara um Íslandsmótin 2020. Rætt var um mögulegar sviðsmyndir sem upp geta komið í framgangi Íslandsmóta og Mjólkurbikarsins 2020. Í framhaldinu var rætt um tillögu um sérstaka reglugerð KSÍ um tímabundnar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Stjórn var sammála því að betra væri að samþykkja reglugerð um málið frekar en minnisblað. Stjórn KSÍ samþykkti að leita álits Laga-og leikreglnanefndar á málinu áður en lengra er haldið.
7 Mannvirkjamál
7.1 Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar lagði fram tillögu nefndarinnar um vallarleyfi fyrir Fjarðabyggðahöllina og Ísafjarðarvöll (Torfnesvöll). Stjórn samþykkti að veita Fjarðabyggðahöllinni vallarleyfi til 31.12.2021 og Ísafjarðarvelli (Torfnesvelli) vallarleyfi til 21.12.2020 en með þeim fyrirvara sem kemur fram í tillögu nefndarinnar.
7.2 Stjórn KSÍ samþykkti beiðni Uppsveita um undanþágu fyrir Flúðavöll (100*62) í
samræmi við ákvæði 5.4 og 7.1 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.
7.3 Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar kynnti kynnti yfirferð og tillögu
nefndarinnar um úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ 2020. Stjórn fór ítarlega yfir tillögu
mannvirkjanefndar og yfirfór einnig þær umsóknir sem fengu ekki úthlutanir. Stjórn
KSÍ samþykkti neðangreinda úthlutun styrkja til þeirra samþykktu umsókna sem
byggja á niðurstöðu skorkorts nefndarinnar.
Afturelding - Knatthús 2.500.000
Breiðablik - Endurnýjun gervigras í Fagralundi, hitalagnir, girðing o.fl. 1.500.000
Breiðablik - Flóðlýsing á Kópavogsvelli 1.750.000
Breiðablik - Gervigras á Kópavogsvöll, hitalagnir og vökvunarkerfi 2.500.000
Breiðablik - Ný vallarklukka á Kópavogsvelli 500.000
Breiðablik - Ný vallarklukka í Fífunni 500.000
Breiðablik - Ný varamannaskýli á Kópavogsvelli 600.000
FH - Endurnýjun grasæfingasvæðis í Kaplakrika 1.000.000
FH - Nýbygging, knatthúsið Skessan 3.250.000
FH - Gervigras í knatthúsið Skessuna 1.000.000
Fylkir - Ný varanleg varamannaskýli við aðalvöll 600.000
Grótta - Stækkun stúku og aðstöðusköpun á Vivaldi vellinum 2.500.000
HK - Vökvunarbúnaður fyrir gervigras í Kórnum 600.000
HK - Inni battavöllur í Kórnum 500.000
ÍBV - Nýir búningsklefar á Hásteinsvelli 4.250.000
KR - Endurnýjun og umbætur sparkvallar 1.750.000
Leiknir F - Endurnýjun gervigras í Fjarðarbyggðahöll 2.500.000
Reynir S - Ný vallarklukka á Sandgerðisvelli 500.000
Valur - Endurnýjun á búningsklefum fyrir aðalvöll á Hlíðarenda 600.000
Valur - Ný sæti í áhorfendastúku á Hlíðarenda 600.000
8 Önnur mál
8.1 UEFA Club Financial Control Body - Investigatory Chamber (UEFA CFCB-IC) hefur gefið
út úrskurð vegna aðgerðaráætlunar KSÍ til að bregðast við athugasemdum eftir
endurskoðun UEFA á leyfiskerfi KSÍ sumarið 2019. Athugasemdir UEFA beindust helst
að efnahagsreikningum knattspyrnudeilda félaga sem skilað er inn árlega í
leyfiskerfinu. Að mati UEFA uppfylltu þeir reikningar ekki í öllum tilvikum
reikningsskilakröfur leyfisreglugerðar UEFA, þar sem eignir aðalstjórna félaga
endurspeglast ekki skýrlega í reikningum knattspyrnudeilda. Leyfisstjóri og formaður
leyfisráðs unnu aðgerðaráætlun sem send var til UEFA CFCB-IC og hefur sú áætlun
verið samþykkt. Kemur UEFA til með að fylgjast grannt með framvindu aðgerða og þá
sérstaklega reikningsskilum félaga sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 18:30.