Veðmálastarfsemi í leikjum á vegum KSÍ
Vakin er athygli á breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót sem kynnt var með dreifibréfi í nóvember síðastliðnum.
Í dreifibréfinu segir m.a.:
4.4. Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Leikmanni, forsvarsmanni félags eða starfsmanni leiks eða félags sem leitað er til af aðila sem hefur í hyggju að hafa óeðlileg afskipti af úrslitum leikja með aðstoð framangreindra aðila ber skylda til þess að tilkynna slíkt tafarlaust til skrifstofu KSÍ.
Samskonar ákvæði var einnig kynnt sem breyting á lögum KSÍ með dreifibréfi frá 30. apríl síðastliðnum
Mikilvægt er að aðildarfélög kynni leikmönnum og öðrum félagsmönnum sínum þessar breytingar mjög vel.