Val spáð sigri í Pepsi Max deild karla
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kynningarfundur Pepsi Max deildar karla fór fram í dag, fimmtudag, og meðal efnis var hin árlega spá formanna, þjálfara og fyrirliða um lokastöðu liða.
Samkvæmt spánni verður Valur Íslandsmeistari og KR í öðru sæti, en aðeins munaði einu stigi í spánni á KR og Breiðablik í baráttunni um annað sætið. Fjölni og Gróttu er spáð falli.
Spáin
1. Valur - 406 stig
2. KR - 373 stig
3. Breiðablik - 372 stig
4. FH - 311 stig
5. Stjarnan - 300 stig
6. Víkingur R. - 269 stig
7. ÍA - 212 stig
8. Fylkir - 171 stig
9. KA - 136 stig
10. HK - 107 stig
11. Fjölnir - 84 stig
12. Grótta - 69 stig.