• mán. 08. jún. 2020
  • Mótamál

KR og Selfoss meistarar meistaranna í karla- og kvennaflokki

Myndir - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss og KR eru meistarar meistaranna í kvenna- og karlaflokki, en leikið var um helgina.

Selfoss og Valur mættust á laugardaginn í kvennaflokki og fór leikurinn fram á Origo vellinum. Valur komst yfir í fyrri hálfleik með marki Elínar Mettu Jensen. Selfyssingar komu sterkar til leiks í síðari hálfleik, Tiffany Janea Mc Carty skoraði í upphafi hálfleiksins og það var svo Anna María Friðgeirsdóttir sem skoraði sigurmark leiksins á 80. mínútu. Fyrsti sigur Selfoss í Meistarakeppni KSÍ því staðreynd.

KR og Víkingur R. mættust á sunnudaginn í karlaflokki, en leikurinn fór fram á Meistaravöllum. Það var Kennie Knak Chopart sem skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu og 1-0 sigur KR staðreynd.

Til hamingju Selfoss og KR!