KSÍ skrifar undir samning við Wyscout vegna 1. deildar karla
KSÍ mun á næstu dögum undirrita 3 ára samning við Wyscout fyrir 1. deild karla.Samningur þessi mun gera félögum/þjálfurum kleift að skima (scouting), leikgreina og skoða alla leiki á Íslandi. Einnig eru möguleiki að skoða skýrslur af eigin leikjum, leikmönnum og andstæðingum.
Þessi samningur mun bæta vinnuumhverfi félaganna mikið og hjálpa þjálfurum að vinna hraðar í deild þar sem mikið er um ferðalög og stutt er á milli leikja.
Í ljósi þess að enginn sjónvarpssamningur er í gildi við 1. deild karla þá er það er á ábyrgð hvers liðs fyrir sig að taka upp leikina og koma þeim á Wyscout platformið.