Íþróttafélagið Ösp fer af stað með æfingar fyrir stelpur
Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafélagið Ösp hefur ákveðið að fara af stað með fótboltaæfingar fyrir stelpur. Æfingarnar verða á mánudögum kl. 18:00 á íþróttasvæði Þróttar í Reykjavík og fyrsta æfingin er næstkomandi mánudag (18. maí).
KSÍ hvetur allar áhugasamar stelpur eindregið til að mæta og prófa. Öspin tekur öllum opnum örmum. Fyrir þær stelpur sem vilja fleiri æfingar, þá er Öspin einnig með fótboltaæfingar á þriðjudögum kl. 18.00 og miðvikudögum kl. 18.00 og þær æfingar eru blandaðar (strákar og stelpur). En mánudagsæfingarnar eru eingöngu fyrir stelpur.
Öspin hefur á að skipa færum þjálfurum og æfingarnar verða undir stjórn Piotr Wojdat. Piotr hefur áralanga reynslu af starfi og þjálfun fatlaðra og er yfirþjálfari knattspyrnunnar hjá Íþróttafélaginu Ösp.
Ef einhverjar spurningar vakna, þá er hægt að hafa beint samband við Piotr í síma 892-9827 eða með tölvupósti á piotr@hafnarfjordur.is.