KSÍ tekur yfir hlut félaga í ferðaþátttökugjaldi 2020
Á fundi stjórnar KSÍ 7. maí síðastliðinn kynnti Guðni Bergsson formaður KSÍ samantekt Deloitte á stöðu knattspyrnudeilda í efstu tveimur deildum karla. Samantektin verður kynnt fulltrúum viðkomandi félaga, en miðað við hana er staðfest er að tap félaganna vegna Covid 19 er mikið. Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags- og eftirlitsnefndar fór yfir mögulegar aðgerðir til að styðja við aðildafélög og fór yfir ólíkar sviðsmyndir, eigið fé sambandsins og heildaráhrif á fjárstreymi. Stjórnin var sammála um að styðja við aðildarfélög sambandsins en fara þarf betur yfir samantekt Deiloitte og vinna að nánari útfærslu.
Á fundinum kynnti Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ þrjár sviðsmyndir á endurskoðaðri fjárhagsáætlun sambandsins miðað við ólíka möguleika á landsleikjum ársins og samkvæmt svartsýnustu spám getur tap sambandsins orðið verulegt. Í öllum sviðsmyndum er gert ráð fyrir að KSÍ taki yfir hlut félaganna í ferðaþátttökugjaldi 2020 svo og að ekki verði innheimt skráningargjöld í mótin 2020. Þetta gera um 20 milljónir króna í tapaðar tekjur og aukin gjöld. Áfram er gert ráð fyrir nýskráningargjaldi í mót sambandsins árið 2020.
Skoða fundargerðina