2235. fundur stjórnar KSÍ - 22. apríl 2020
2235. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2020 á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði.
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður (vék af fundi kl. 17:05), Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættur varamaður í stjórn: Þóroddur Hjaltalín.
Mættir fulltrúar landshluta: Björn Friðþjófsson (Norðurland) og Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland).
Mættur framkvæmdastjóri: Klara Bjartmarz, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
2. Fundargerðir nefnda/starfshópa lagðar fram til kynningar.
- Mótanefnd 15. apríl 2020.
3. Covid-19
- Guðni Bergsson formaður fór yfir aðgerðapakka stjórnvalda sem kynntur var í gær. Ekki var komið til móts við þær tillögur sem KSÍ kom á framfæri vegna til dæmis hlutastarfa. Greina þarf betur þau úrræði sem voru kynnt og hvort að þau geti nýst knattspyrnudeildum á einhvern hátt. Dagurinn hefur verið nýttur til að koma sjónarmiðum knattspyrnunnar á framfæri og halda þarf þeirri vinnu áfram af krafti næstu daga.
---
- Stjórn KSÍ samþykkti eftirfarandi áskorun vegna áhrifa Covid-19 á íþróttastarfsemi í landinu:
Búa þarf svo um hnúta að úrræði stjórnvalda sem ætlað er að létta undir með fyrirtækjum og einstaklingum vegna heimsfaraldurs Covid-19 nýtist einnig íþróttahreyfingunni í landinu. Ljóst er að óhjákvæmilegar sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda vegna faraldursins, sem leitt hefur til stöðvunar á allri íþróttastarfsemi, hafa komið mjög illa við knattspyrnu- og íþróttahreyfinguna í heild sinni. Áhrifin eru jafnt félagsleg sem fjárhagsleg.
Rétt er að minna á að íþróttahreyfingin hefur á liðnum áratugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþróttaiðkun ungs fólks og fyllt þjóðina stolti yfir árangri afreksfólks á innlendum og erlendum vettvangi. Þennan árangur er mikilvægt að varðveita með öllum tiltækum ráðum og búa í haginn fyrir enn frekari sókn.
Brostnar forsendur knattspyrnuhreyfingarinnar þessa dagana er krefjandi verkefni sem við tökumst á við í sameiningu og reynum að leysa eftir bestu getu samfélaginu til heilla. Þegar faraldurinn braust út var knattspyrnuhreyfingin, með stórum hópi starfsmanna og sjálfboðaliða í stjórnum félaganna, í óða önn að undirbúa komandi keppnistímabil
Knattspyrnuhreyfingin horfir til þess að aðgerðir ríkisstjórnar og sveitarfélaga létti þeim róðurinn þannig að lágmarka megi þann skaða sem þegar er orðinn. Því beinir stjórn KSÍ þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda að tryggja íþróttahreyfingunni öfluga viðspyrnu á komandi vikum og mánuðum.
Gríðarlega mikilvægt er að þau úrræði sem að stjórnvöld bjóða rekstraraðilum og einstaklingum nýtist einnig íþróttahreyfingunni. Þessu er mjög ábótavant í þeim úrræðum stjórnvalda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þarf nauðsynlega að bæta. Til dæmis getur íþróttahreyfingin ekki nýtt sér lokunarstyrki þrátt fyrir að starfsemi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sóttvarna. Eins nýtast launaúrræði illa vegna fjölda hlutastarfa í hreyfingunni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfsfólks knattspyrnuhreyfingarinnar nýtt sér.
Með betrumbótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstrarumhverfi íþróttafélaganna verða betra og félögin, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, geta frekar sinnt sínu mikilvæga samfélagslega hlutverki.
---
- Staðfest er að 450m kr. framlag frá Ríkinu komi til íþróttamála. Beðið er frekari upplýsinga frá ÍSÍ um málið en vonir standa til þess að framlagið verði greitt til félaga fyrir komandi mánaðarmót.
- Rætt var um fjármál og tekið var fyrir bréf frá ÍTF dagsett 21. apríl 2020 vegna fjárhagsstuðnings við aðildarfélög. Haraldur Haraldsson fylgdi bréfinu úr hlaði og skýrði málið frekar. Stjórn ræddi málið og m.a. kallaði Borghildur Sigurðardóttir formaður fjárhags-og eftirlitsnefndar eftir heildrænni nálgun á fjármálum sambandsins og hreyfingarinnar. Málið verður skoðað á milli funda.
- Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamálin en tilkynnt var um áætlað upphaf móta í byrjun vikunnar:
- Mjólkurbikar karla og kvenna hefjist um 5. júní.
- Pepsi Max deild karla hefjist um 14. júní.
- Pepsi Max deild kvenna hefjist um 16. júní.
- Önnur mót meistaraflokka hefjist um 18.-20. júní
- Gert er ráð fyrir að mót yngri flokka hefjist um 5. júní.
Allt miðast þetta við að staðan í þjóðfélaginu verði þannig að Almannavarnir geti heimilað leikjum að fara fram. Frá síðasta fundi hefur mótanefnd fundað með stjórn ITF og forsvarsmönnum bæði í Pepsi Max deild karla og 1. deild karla þar sem drög að leikdögum hafa verið kynnt og rædd. Fyrirhugaðir eru fundir með kvennadeildunum í næstu viku.Mikil vinna er framundan í niðurröðun móta og hafa starfshópar mótanefndar verið virkjaðir.
Mótanefnd mun nú í framhaldinu skoða þær aðstæður sem upp geta komið í gegnum mótin og koma með tillögur um hvernig verði með tafir á einstökum mótum. Einnig þarf að skoða hvernig fjöldatakmörkunum á leiki verður framfylgt, hver ber ábyrgð ofl. því tengt.
---
Í framhaldi af umræðu á stjórnarfundi 8. apríl samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerðum KSÍ knattspyrnumót.
Reglugerð um knattspyrnumót
Tillaga að breytingum á greinum 27 og 33
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að
falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
Lögð er til eftirfarandi breyting á grein 27:
27.gr.
5. flokkur karla
8 MANNA LIÐ
Aldur: 12 ára á almanaksárinu og yngri.
Leiktími: 6040 mín. (2 x 30 20 mín.)
Leikhlé: 5 mín.
Hvíld: Stöðva skal leik í u.þ.b. 2 mín um miðjan fyrri hálfleik og aftur um miðjan seinni hálfleik.
Framlenging: 15 mín. (2 x 7.5 mín.)
Leikmannaskipti: Skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7- og 8 manna liðum.
Stærð knattar: 4.
Keppni fer fram skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7- og 8 manna liðum.
Lögð er til eftirfarandi breyting á grein 33:
33.gr.
5. flokkur kvenna
8 MANNA LIÐ
Aldur: 12 ára á almanaksárinu og yngri.
Leiktími: 6040 mín. (2
x 30 20 mín.)
Leikhlé: 5 mín.
Hvíld: Stöðva skal leik í u.þ.b. 2 mín um miðjan fyrri hálfleik og aftur um miðjan seinni hálfleik.
Framlenging: 15 mín. (2 x 7.5 mín.)
Skiptingar: Skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7- og 8 manna liðum.
Stærð knattar: 4.
Keppni fer fram skv. reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7- og 8 manna liðum.
Reglugerð um um knattspyrnu í 7- og 8 manna liðum
og
Reglugerð um knattspyrnu í 5 manna liðum
Tillaga að breytingum á greinum 11 og 13
Lögð er til eftirfarandi breyting á grein 11:
11. gr.
Markspyrna
11.1. Í samræmi við 16. gr. knattspyrnulaganna er markspyrna dæmd þegar boltinn fer allur yfir marklínuna, með jörðu eða á lofti, eftir að hafa síðast snert leikmann liðsins sem sækir, og mark er ekki skorað.
11.2. Í 5. flokki og yngri aldursflokkum er markmanni/leikmanni heimilt, þegar markspyrna hefur verið dæmd, að koma bolta í leik með því að rekja hann af stað.
11.3. Í 6. flokki og yngri aldursflokkum má leika knettinum til markvarðar án þess að knötturinn hafi farið út fyrir vítateig.
11.4. Allir mótherjar skulu vera utan vítateigs þar til boltinn er kominn í leik.
Lögð er til eftirfarandi breyting á grein 13:
13. gr.
Innkast/Innspark/Knattrak
13.1. Í samræmi við 15. gr. knattspyrnulaganna er innkast dæmt mótherjum þess leikmanns sem síðast snertir boltann áður en hann fer allur yfir hliðarlínuna, hvort heldur með jörðu eða á lofti.
13.2. Í 5. flokki og yngri aldursflokkum skal taka innspark/knattrak í stað innkasts.
13.2.1. Innspark: Bolti er lagður kyrr á hliðarlínu og honum komið í leik með sendingu. Óheimilt er að lyfta bolta hærra en í hnéhæð með innsparki. Óheimilt er að skora beint úr innsparki.
13.2.2. Knattrak: Bolti er lagður kyrr á hliðarlínu og honum komið í leik með því að rekja boltann af stað frá hliðarlínu.
13.3. Í 6. flokki og yngri aldursflokkum má
markvörður taka knöttinn upp með höndum eftir innspark/knattrak
innkast frá samherja.
13.4. Allir mótherjar verða að standa a.m.k. 2m frá þeim stað á hliðarlínunni sem taka á innkastið/innsparkið/knattrakið frá.
---
4. Önnur mál
- KSÍ og ÍTF áttu fund í vikunni með Sýn/Stöð 2. Meðal annars var rætt um tekjumöguleika fyrir félögin og beinar útsendingar á komandi tímabili.
- Fætt um FIFA Forward framlag 2020. Tillaga framkvæmdastjóra um að framlagið í ár verði eyrnamerkt dómaramálum var samþykkt. Ekki er um að ræða nýtt fjármagn, heldur reglubundin framlög FIFA til einstakra verkefna.
- Formaður KSÍ Guðni Bergsson gerði grein fyrir samningaviðræðum við Félag deildadómara (FDD). Vonir standa til þess að nýr samningur verði undirritaður fljótlega.
- Formaður KSÍ Guðni Bergsson gerði grein fyrir viðræðum við Reykjavíkurborg um samning um rekstur Laugardalsvallar og stuðning við umspilsleikinn.
- Framkvæmdastjóri KSÍ fór yfir helstu umræðupunkta frá fundi UEFA með aðildarsamböndum sem fram fór 21. apríl.
Næsti stjórnarfundur verður fimmtudaginn 30. apríl kl. 16:00.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 17:35.