• þri. 21. apr. 2020
  • Landslið
  • Mótamál
  • Stjórn
  • COVID-19

Stöðufundur UEFA með framkvæmdastjórum aðildarlanda

Framkvæmdastjórar allra 55 knattspyrnusambandanna í Evrópu sátu í dag, þriðjudag, fjarfund með fulltrúum UEFA þar sem farið var yfir stöðu mála varðandi keppni landsliða og félagsliða á komandi mánuðum.

Kynnt var samantekt frá starfshópum UEFA um málið og ýmsir möguleikar ræddir. Þá var farið yfir stöðu ýmissa verkefna eins og t.d. Hat Trick styrkjakerfi UEFA fyrir aðildarlöndin, þar sem fram kom að UEFA hefði ekki í hyggju að gera neinar breytingar á fyrirhuguðum greiðslum.

Mikil áhersla verður lögð á að hægt verði að ljúka innlendum mótum í hverju aðildarlandi fyrir sig.

Framkvæmdastjórn UEFA kemur saman á fimmtudag.

Mynd með grein:  Vefur UEFA.