Mælingar á líkamlegu atgervi
Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir (mynd), nemendur í HR, vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni, sem unnið var í janúar og febrúar á þessu ári og verður endurtekið á næsta ári. Yngri landslið Íslands gangast líka undir sömu mælingar tvisvar sinnum á ári.
Af hverju að mæla líkamlegt atgervi?
- Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn.
- Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda.
- Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum.
- Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir.
- Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir.
- Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum?
Ljóst þykir að þetta verkefni er einsdæmi í heiminum. Ætlunin er að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár.