2234. fundur stjórnar KSÍ - 16. apríl 2020
2234. fundur stjórnar Knattspyrnusambands Íslands var haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2020 á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli og hófst kl. 16:00. Fundurinn fór fram með fjarfundarbúnaði.
Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður, Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættur varamaður í stjórn: Þóroddur Hjaltalín og Guðjón Bjarni Hálfdánarson.
Mættir fulltrúar landshluta: Björn Friðþjófsson (Norðurland), Bjarni Ólafur Birkisson (Austurland) og Jakob Skúlason (Vesturland).
Mættur framkvæmdastjóri KSÍ: Klara Bjartmarz, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Fundargerð síðasta fundar
- Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt á rafrænan hátt á milli funda af öllum stjórnarmönnum sambandsins.
2. Engar fundargerðir nefnda/starfshópa voru á dagskrá og því féll þessi dagskrárliður niður.
3. Covid-19
- Guðni Bergsson formaður fór yfir hvað gerst síðan á síðasta stjórnarfundi, boðaðar tilslakanir á samkomubanni og fleira.
- Guðni Bergsson formaður fór yfir fjármálin. Menntamálaráðuneytið hefur staðfest að 500m kr. framlag renni til æskulýðs- og íþróttamál. KSÍ hefur verið í sambandi við UEFA og FIFA varðandi frekari framlög þessara aðila, en engar staðfestar fréttir hafa borist. Mikil óvissa ríkir um flesta rekstrarþætti í hreyfingunni og því full ástæða til varfærni.
- Rætt um opin mót félaga en vonir standa til þess að hægt verði að halda mótin í sumar, þó að það verði með öðru sniði en undanfarin ár.
- Rætt hagræðingu í rekstri, m.a. hvað varðar launakostnað og útfærslu á því.
- Valgeir Sigurðsson formaður mótanefndar upplýsti stjórn um stöðu mótamála. Stefnt er að því að í næstu viku verði tilkynnt um upphaf allra móta meistaraflokka og yngri flokka. Gert er ráð fyrir því að öll mót muni fara fram. Mótanefnd í samvinnu við formann og framkvæmdastjóra falið að ganga frá tilkynningu þess eðlis á næstu dögum.
- Stjórn KSÍ samþykkti að óska eftir því við FIFA að félagaskiptatímabilið 22. febrúar til 15. maí 2020 verði sett á bið og lokað verði tímabundið fyrir félagaskipti á meðan ekki liggur fyrir hvenær mótahald hefst. Opnað verði fyrir félagaskipti aftur samkvæmt síðari ákvörðun þegar betur stendur á svo félagaskiptatímabilið komi til með að þjóna tilgangi sínum fyrir tímabilið 2020. Rétt rúmar fjórar vikur eru eftir að núverandi félagaskiptatímabili sem gætu betur nýst þegar ljóst liggur fyrir hvenær Íslandsmót hefjast.
4. Önnur mál
- Framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz gerði grein fyrir umsóknum í mannvirkjasjóð KSÍ en 9 umsóknir hafa þegar borist. Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar lagði til að umsóknarfrestur yrði framlengdur til 1. maí næstkomandi. Stjórn samþykkti tillöguna.
Næsti stjórnarfundur verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 16:00.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 17:30.