Greiðslu framlags frá KSÍ til aðildarfélaga vegna barna- og unglingastarfs flýtt til 17. apríl.
Mynd - Guðmundur Bjarki Halldórsson (bjarkih.org)
Undanfarin ár hefur KSÍ greitt sérstakt framlag til aðildarfélaga, annarra en félaga í efstu deild karla, vegna barna- og unglingastarfs. Framlagið sem hefur verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla hefur til þessa verið greitt að hausti. Á fundi stjórnar KSÍ þann 8. apríl síðastliðinn var samþykkt að flýta greiðslu á 75% af áætlaðri upphæð og verður upphæðin færð á viðskiptareikning aðildarfélaga þann 17. apríl næstkomandi. Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna og áskilur stjórn sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum sínum um ráðstöfun styrksins.
Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja og skulu félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) framvegis sækja um styrk til barna- og unglingastarfs og sýna fram á starfsemi sína og skal það gert fyrir 31. desember 2020.
Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum.
Rétt er að taka fram að þegar um samstarfsfélög er að ræða þá hljóta þau félög er að því samstarfi standa styrk ef þau sinna barna- og unglingastarfi.
Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga (annarra en félaga í Pepsi Max deild karla).
Pepsi
Max deild kvenna og 1. deild karla og kvenna |
|
Afturelding |
1.800.000 |
Fram |
1.800.000 |
Grindavík |
1.800.000 |
Haukar |
1.800.000 |
ÍBV |
1.800.000 |
Leiknir F |
1.800.000 |
Leiknir R |
1.800.000 |
Keflavík |
1.800.000 |
Selfoss |
1.800.000 |
Tindastóll |
1.800.000 |
Vestri |
1.800.000 |
Víkingur Ó |
1.800.000 |
Völsungur |
1.800.000 |
Þór |
1.800.000 |
Þróttur R |
1.800.000 |
2.deild
karla |
|
Dalvík (Dalvík/Reynir) |
1.125.000 |
KF |
1.125.000 |
ÍR |
1.125.000 |
Njarðvík |
1.125.000 |
Víðir |
1.125.000 |
Þróttur V |
1.125.000 |
Félög í
3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna |
|
Einherji |
750.000 |
Höttur (Höttur/Huginn) |
750.000 |
Reynir S |
750.000 |
Ægir |
750.000 |
Álftanes |
750.000 |
Hamar |
750.000 |
KFR |
750.000 |
Skallagrímur |
750.000 |
Sindri |
750.000 |
Sameiginleg lið í meistaraflokki með
barna og unglingastarf |
|
Austri |
450.000 |
Valur Rfj |
450.000 |
Þróttur N |
450.000 |
Hvöt |
450.000 |
Kormákur |
450.000 |