Gjalddaga ferðaþátttökugjalds frestað um óákveðinn tíma
Á fundi stjórnar KSÍ 2. apríl var rætt um gjalddaga ferðaþátttökugjalds sem samkvæmt reglugerð er 15. maí. Þá var rætt um ákvæði um dagsektir í sömu reglugerð. Fjárhagsnefnd lagði til að gjalddaga verði frestað um óákveðinn tíma og verði ekki ákveðinn fyrr en staða mála verður skýrari. Rætt var um greiðslur úr sjóðnum, en ákvörðun um breytingar verður látin bíða og verður jafnframt tengd innheimtudegi. Rætt var um að útborgun verði ein í stað tveggja þetta árið. Stjórn KSÍ samþykkti tillögu fjárhagsnefndarinnar. Á fundinum voru ýmis önnur fjármál rædd, þ.á.m. endurskoðun fjárhagsáætlunar, þátttökugjöld, barna- og unglingastyrkur og fleira.
Smellið hér til að skoða fundargerðina
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net