• þri. 07. apr. 2020
  • eFótbolti

16 liða úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta af stað á miðvikudag

16 liða úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta fara af stað miðvikudaginn 8. apríl, en einnig verður leikið fimmtudaginn 9. apríl.

Í 16 liða úrslitum verður leikið eftir svokölluð Swiss-format. Leikirnir fara fram miðvikudaginn 7. apríl og fimmtudaginn 8. apríl.

Þriðjudaginn 7. apríl verður kl. 20:00 sendur út þátturinn Leiðin í milliriðla á Twitch rás KSÍ. Við sýnum frá fjórum leikjum og fjöllum um hvernig fyrsti hluti mótsins fór og hvernig leið þeirra sem komust áfram í 16 liða úrslit var.

Fimmtudaginn 8. apríl verður bein útsending á Twitch rás okkar frá kl. 19:00 - 22:15 frá seinni leikdegi milliriðla þar sem kemur í ljós hvaða fjórir leikmenn komast í undanúrslit.

Twitch rás KSÍ

Eftir fyrri daginn verður ljóst hver er fyrsti leikmaðurinn sem kemst áfram í undanúrslit, en það er sá leikmaður sem verður fyrstu upp í fjóra sigra.

Síðari daginn kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Fyrst er það sá sem er fyrstu upp í fimm sigra og síðan þeir tveir sem eru fyrstir í sex sigra.

Þess má geta að þegar keppendur hafa tapað þremur leikjum eiga þeir ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum og því dottnir úr leik.

Þeir sem eru komnir áfram í 16-liða úrslit

Viðureign 1

1. Aron Þormar Lárusson | Fylkir
16. Orri Fannar Þórisson | KR

Viðureign 2

2. Jóhann Ólafur Jóhannsson | FH
15. Brynjar Freyr Þorleifsson | Fylkir

Viðureign 3

3. Bjarki Már Sigurðsson | Fylkir
14. Stefán Hallgrímsson | KR

Viðureign 4

4. Agnar Þorláksson | KR
13. Heiðar Ægisson | LFG

Viðureign 5

5. Alexander Aron Hannesson | Keflavík
12. Tindur Örvar Örvarsson | Elliði

Viðureign 6

6. Leifur Sævarsson | LFG
11. Guðmundur Tómas Sigfússon | ÍBV

Viðureign 7

7. Ásgeir Kristján Karlsson | Fylkir
10. Viktor Lárusson | KR

Viðureign 8

8. Skúli Arnarson | Grótta
9. Róbert Daði Sigurþórsson | Fylkir