Fyrstu umferð Íslandsmótsins í eFótbolta lokið
Fyrstu umferð fyrsta Íslandsmótsins í eFótbolta er lokið og er því ljóst hverjir taka þátt í 16-liða úrslitum keppninnar.
Leikið var í átta riðlum, tveir riðlar voru með sjö keppendur innanborðs, en sex með sex keppendur í.
Mikil spenna var síðari keppnisdaginn og er gaman að geta frá því að úrslit í þremur riðlum urðu ljós eftir hreina úrslitaleiki. Viktor Lárusson (KR) tryggði sér annað sætið í riðli 2 með 6-2 sigri gegn Vigfúsi Ólafssyni (Þróttur R.), en þeir voru jafnir að stigum fyrir lokaleikinn. Tindur Örvar Örvarsson (Elliði) og Hilmar Þór Sólbergsson (Fylkir) voru jafnir að stigum í riðli 3 fyrir lokaleikinn. Eftir æsispennandi viðureign stóð Tindur Örvar upp sem sigurvegari, 2-1, og komst því áfram í 16-liða úrslit. Að lokum var ótrúleg spenna í riðli 7 og enduðu þar Ásgeir Kristján Karlsson (Fylkir), Guðmundur Tómas Sigfússon (ÍBV) og Victor Wender (Ármann) jafnir að stigum í þremur efstu sætunum. Ásgeir Kristján og Guðmundur Tómas fóru áfram í 16-liða úrslitin.
Í 16-liða úrslitum verður leikið eftir svokölluð Swiss-format. Leikirnir fara fram miðvikudaginn 7. apríl og fimmtudaginn 8. apríl. Eftir fyrri daginn verður ljóst hver er fyrsti leikmaðurinn sem kemst áfram í undanúrslit, en það er sá leikmaður sem verður fyrstu upp í fjóra sigra.
Síðari daginn kemur í ljós hvaða þrír keppendur fylgja honum í undanúrslit. Fyrst er það sá sem er fyrstu upp í fimm sigra og síðan þeir tveir sem eru fyrstir í sex sigra.
Þess má geta að þegar keppendur hafa tapað þremur leikjum eiga þeir ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum og því dottnir úr leik.
Þeir sem eru komnir áfram í 16-liða úrslit
Viðureign 1
1. Aron Þormar Lárusson | Fylkir
16. Orri Fannar Þórisson | KR
Viðureign 2
2. Jóhann Ólafur Jóhannsson | FH
15. Brynjar Freyr Þorleifsson | Fylkir
Viðureign 3
3. Bjarki Már Sigurðsson | Fylkir
14. Stefán Hallgrímsson | KR
Viðureign 4
4. Agnar Þorláksson | KR
13. Heiðar Ægisson | LFG
Viðureign 5
5. Alexander Aron Hannesson | Keflavík
12. Tindur Örvar Örvarsson | Elliði
Viðureign 6
6. Leifur Sævarsson | LFG
11. Guðmundur Tómas Sigfússon | ÍBV
Viðureign 7
7. Ásgeir Kristján Karlsson | Fylkir
10. Viktor Lárusson | KR
Viðureign 8
8. Skúli Arnarson | Grótta
9. Róbert Daði Sigurþórsson | Fylkir