Vinnuhópur um fjármál félaga
Á fundi sínum þann 26. mars ræddi stjórn KSÍ fjármál félaga í tengslum við þá stöðu mála sem komin er upp varðandi heimsfaraldur COVID-19, og staðfesti jafnframt skipan vinnuhóps um málið. Formaður KSÍ upplýsti stjórnina um vinnu starfshópsins og næstu skref.
Í fundargerð stjórnar kemur eftirfarandi m.a. fram: „Næsta skref er að greina stöðuna hjá félögunum með samræmdum hætti. Útbúið hefur verið minnisblað fyrir félögin varðandi umsóknir um sértæk úrræði í takti við ný lög (hlutabætur og greiðslur í sóttkví). Úrræðin nýtast félögunum misjafnlega vegna ólíkrar stöðu þeirra. Vinna Deloitte í þessum málum er vönduð og gagnast vel og verður vonandi nýtt til lengri tíma litið. Rætt um framlag ríkisins til íþróttamála. Einnig var rætt um stöðuna hjá félögunum gagnvart yngri flokkum sem einnig er misjöfn á milli félaganna.“
Vinnuhóp um fjármál félaga skipa eftirtalin:
- Guðni Bergsson, formaður KSÍ
- Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ
- Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ
- Haraldur Haraldsson, stjórn KSÍ/Formaður ÍTF
- Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF
- Marteinn Ægisson, formaður Þróttar Vogum
- Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtakanna
- Birgir Jónasson, stjórn KÞÍ
- Jónas Gestur Jónsson, Deloitte
- Pétur Steinn Guðmundsson, Deloitte
Á stjórnarfundinum kynnti framkvæmdastjóri KSÍ minnisblað um fjármál KSÍ og mat á fjárhagsáætlun. Einnig kynnti Haraldur Haraldsson formaður ÍTF erindi frá ÍTF þar sem fram koma m.a. tillögur um stuðning frá KSÍ við aðildarfélög sambandsins.
Smellið hér til að skoða fundargerðina
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net