Handbók leikja 2020 komin út
Handbók leikja inniheldur ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja. Handbókin, sem gefin er út árlega, er ætluð öllum félögum sem skipuleggja og framkvæma leiki í meistaraflokki karla og kvenna, en sérstaklega er þó tekið mið af leikjum í Pepsi Max deildum 1. deildum og aðalkeppni Mjólkurbikarsins. Á fundi sínum fimmtudaginn 19. mars síðastliðinn samþykkti stjórn KSÍ Handbók leikja 2020, sem er nú aðgengileg hér á vef KSÍ og verður jafnframt send félögum í Pepsi Max deildum karla og kvenna og 1. deildum karla og kvenna.
Í Handbók leikja er fjallað um ýmsa þætti sem snúa að umgjörð og framkvæmd leikja. Á meðal efnis má nefna þátt samstarfsaðila og skyldur félaga við samstarfsaðila tiltekinna móta, ýmsa þætti sem snúa að leikvangi og umgjörð - aðstöðu og þjónustu við ýmsa aðila, öryggisþætti, starfsfólk heimaliðs, og vinnulag við skráningu úrslita og leikskýrslu.
Mynd með grein: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net