• lau. 14. mar. 2020
  • Leyfiskerfi

15 þátttökuleyfi útgefin á öðrum fundi leyfisráðs

15 þátttökuleyfi útgefin – 2 með fyrirvara

Annar fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2020 fór fram á föstudag og voru þátttökuleyfi 15 félaga samþykkt. Tvö af leyfunum 15 eru gefin út með fyrirvara. Tíu þátttökuleyfi voru gefin út á fundi ráðsins fyrir viku síðan.

Þar með hafa öll 24 félögin í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en tvö þeirra með fyrirvörum um frekari gagnaskil fyrir 31. mars nk. Þá hefur Valur í Pepsi Max deild kvenna fengið útgefið þátttökuleyfi í Meistaradeild UEFA fyrir kvennalið (UEFA Women‘s Champions League).

Samþykktar leyfisumsóknir á fundi leyfisráðs 13. mars

Samþykktar leyfisumsóknir í Pepsi Max deild karla:
- Breiðablik
- FH
- Fjölnir
- Grótta
- ÍA
- KA (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)
- KR
- Víkingur R.

Samþykktar leyfisumsóknir í 1. deild karla:
- Afturelding (með fyrirvara um gagnaskil 31. mars)
- Fram
- ÍBV
- Leiknir F.
- Þór
- Þróttur R.
- Vestri

*Fyrirvari á leyfisveitingu vegna vallarleyfis:
Umsókn félaga um þátttökuleyfi 2020 er samþykkt af leyfisráði með fyrirvara um afgreiðslu stjórnar KSÍ á tillögum mannvirkjanefndar um vallarleyfi fyrir keppnistímabilið 2020.

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net