• fös. 13. mar. 2020

Aukafundur stjórnar KSÍ 13. mars 2020

Aukafundur (án númers) stjórnar KSÍ 13. mars 2020 kl. 13:00, haldinn á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli.

Mættir:

Aðalmenn í stjórn: Guðni Bergsson formaður, Ragnhildur Skúladóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Haraldur Haraldsson, Magnús Gylfason og Valgeir Sigurðsson.

Fulltrúi landshluta: Björn Friðþjófsson (Norðurland)

Þátttaka í fundinum með fjarfundarbúnaði:

Aðalmenn í stjórn: Þorsteinn Gunnarsson, Ingi Sigurðsson,

Varamenn í stjórn: Þóroddur Hjaltalín og Guðjón Bjarni Hálfdánarson.

Fjarverandi aðalmenn í stjórn:

Gísli Gíslason, Borghildur Sigurðardóttir

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.

---

Á dagskrá var umræða um samkomubann og fjarlægðarmörk.

Guðni Bergsson formaður reifaði málið.

Valgeir Valgeirsson formaður mótanefndar greindi frá símafundi nefndarinnar sem fram fór kl. 12:00. Nefndin sammála því að fylgja leiðbeiningum almannavarna.

Haraldur Haraldsson formaður ÍTF greindi frá umræðu á fundi ÍTF sem fram fór kl. 12:00. Það er vilji ÍTF að grípa þegar til aðgerða og fresta leikjum í undirbúningsmótum.

Tímabil þess samkomulags sem nú hefur verið kynnt nær yfir fyrstu umferðir bikarkeppni KSÍ og meistarakeppni KSÍ. Á næsta fundi verður fjallað frekar um mótahald.

Stjórn KSÍ samþykkti eftirfarandi:

Íslensk yfirvöld hafa ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur (samkomubann) frá og með miðnætti sunnudaginn 15. mars.  Samkomubannið gildir í fjórar vikur frá þeim tímapunkti og nær yfir samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman.  Á viðburðum þar sem færri koma saman er gert ráð fyrir því að tveir metrar séu milli fólks.  Vegna þessa ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum í dag að fresta öllum leikjum á vegum KSÍ, sem og landsliðsæfingum og tengdum viðburðum á fyrrgreindu tímabili.  Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag, 13. mars.   Stjórn KSÍ hvetur aðildarfélögin til að fara í öllu eftir tilmælum stjórnvalda varðandi útfærslu á sínu starfi, viðburðum og æfingahaldi.  

Ákvörðun um hvort umspilsleiknum, og öðrum landsleikjum sem áætlaðir eru dagana 23.-31. mars næstkomandi, verði frestað, bíður niðurstöðu fundar UEFA sem fram fer á þriðjudag.  Á fundinum verða fulltrúar allra aðildarlanda UEFA, auk fulltrúa evrópskra félagsliða og annarra hagsmunaaðila.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 14:00.