Fjórir leikmenn A kvenna heiðraðir
Fjórir leikmenn A landsliðs kvenna voru heiðraðir á 74. ársþingi KSÍ, en um er að ræða leikmenn sem hafa náð þeim árangri undanfarið að leika 100 landsleiki með liðinu.
100 A landsleikir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sara lék sinn 100 landsleik gegn Japan á Algarve mótinu árið 2017. Hún er fædd árið 1990 og lék sinn fyrsta landsleik gegn Slóveniu ytra, árið 2007. Sara hefur leikið 129 landsleiki og skorað í þeim 20 mörk.
Hallbera G Gísladóttir
Lék sinn 100. A landsleik gegn Kanada á Algarve mótinu á síðasta ári. Hallbera, sem er fædd árið 1986, hóf landsliðsferilinn einnig á Algarve, árið 2008. Í dag hefur hún leikið 109 landsleiki og skorað í þeim 3 mörk.
Fanndís Friðriksdóttir
Lék sinn 100. A landsleik gegn Suður Kóreu ytra á síðasta ári. Fanndís, sem er fædd árið 1990, lék sinn fyrsta landsleik á Algarve gegn Dönum árið 2009. Fanndís hefur í dag leikið 106 leiki og skorað í þeim 17 mörk.
Rakel Hönnudóttir
Lék sinn 100 A landsleik í síðasta leik liðsins á nýliðnu ári, 0 – 6 sigri gegn Lettum ytra. Rakel, sem fædd er árið 1988, hóf sinn feril á Algarve mótinu árið 2008 í 2-0 sigri á Pólverjum, einmitt í sama leik og Hallbera hóf sinn landsliðsferil. Í þessum 100 landsleikjum hefur Rakel skorað 9 mörk.
Allar þessar frábæru landsliðskonur eru enn þá í eldlínunni og verða því landsleikirnir töluvert fleiri á næstunni.