Hlutfall kvenna verði a.m.k. 30% í stjórnum og nefndum KSÍ innan tveggja ára
Í tengslum við ársþing KSÍ kynnti stjórn KSÍ þá ákvörðun sína að gera kröfu um að hlutfall kvenna verði a.m.k. 30% í stjórnum og nefndum KSÍ innan tveggja ára.
Borghildur Sigurðardóttir formaður starfshóps um heildarendurskoðun kvennaknattspyrnu og stefnumótun til framtíðar kynnti minnisblað frá einum af starfandi vinnuhópum um málið í tengslum við ársþing KSÍ.
Verkefni hópsins er að koma með tillögur að tímasettum aðgerðum til að auka hlut kvenna í íslenskri knattspyrnu sem KSÍ hafi forystu um að innleiða í samvinnu við aðildarfélög sín. Vinnuhópurinn áætlar að leggja fram aðgerðaáætlun fyrir sumarið 2020.
Til þess að styðja við starf vinnuhópsins, flýta fyrir mikilvægri þróun í jafnréttismálum og vera til fyrirmyndar þarf KSÍ að taka skýr og táknræn skref til að jafna hlut kynjanna í knattspyrnunni á Íslandi.